146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[13:41]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Frú forseti. Hvað varðar skipan, að ráðherra hafi látið embættisstörf í dómaraembætti vega þyngra en nefndin þá er það einfaldlega yfirlýsing frá ráðherra sjálfum í svörum hennar. (ÞÆ: Þvert á fyrri yfirlýsingar?) Þetta er bara það sem komið hefur fram í yfirlýsingum hennar. Ég skal ekki tala um fyrri yfirlýsingar ráðherra. Ég skal bara segja hvað kom fram í þessu. Og varðandi hitt, sem eru kynjasjónarmið, held ég að ráðherra hefði metið það rétt að það hefði verið erfitt fyrir hana að fara fram með lista sem skipaður væri á þann hátt sem hæfnisnefndarmat lagði til, tíu körlum á móti fimm konum, og hefði þá ekki samrýmst jafnréttislögum hvað varðar skipan í opinberar nefndir á vegum þingsins. Ég held því að þau sjónarmið hafi verið lögð til grundvallar.

Síðan spyr þingmaður um þær reglur sem ráðherra setur sér. Mér vinnst því miður ekki tími til að koma að því í þessu andsvari.