146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[15:33]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Óttarr Proppé) (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég velti því fyrir mér hvort hv. þingmaður hafi kannski komið að ákveðnu atriði í þessum ágreiningi sem felst í trausti eða vantrausti til hæstv. ráðherra. Hæstv. ráðherra hefur talað um það að vilja horfa meira til dómarareynslu en matsnefndin gerir í sínum störfum. Það er ekki þar með sagt að hæstv. ráðherra sé að halda því fram að hún horfi einungis til dómarareynslu, heldur hefur hún sagt bæði fyrir nefndinni og opinberlega að hún byggi á hæfnismati matsnefndarinnar á hverjum umsækjanda. Þar eru margir þættir undir, ekki bara dómarareynslan. Þó svo hæstv. ráðherra hafi talað um hana sem helsta rökstuðning sinn fyrir að hafa gert þó breytingu á listanum, þá er alveg ljóst að það er ekki eini (Forseti hringir.) þátturinn sem hún horfir til þegar hún rökstyður sinn lista.