146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[15:34]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að játa mér þykir málflutningur vinar míns Óttars Proppés dapurlegur, kannski enn dapurlegri því að hæstv. ráðherra er alla jafna skynsamur og lausnamiðaður maður sem sér hlutina í ágætissamhengi og er réttsýnn maður að auki, hefði ég talið. En hér er hann búinn að endurtaka það stöðugt í þingsal Alþingis hversu ánægður og sáttur hann sé með ákvörðun dómsmálaráðherra.

Þá vil ég gjarnan fá að heyra frá hæstv. ráðherra hvort hann sé í alvörunni ánægður með þá ákvörðun ráðherra að henda út 7. hæfasta umsækjandanum og taka inn umsækjanda í 30. sæti með enn minni dómarareynslu en sá í 7. sæti á þeim forsendum að dómsmálaráðherra vildi horfa til dómarareynslu. Er hæstv. ráðherra og (Forseti hringir.) formaður Bjartrar framtíðar sáttur við þá ákvörðun dómsmálaráðherra?