146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[15:37]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég bið hæstv. ráðherra velvirðingar á því ef honum þykir ég hafa blandað persónunni Óttari Proppé of mikið við þingmanninn og ráðherrann Óttar Proppé. Það voru nú ekki orð mín hér að þó að við hæstv. ráðherra séum ósammála sé annað hvort okkar vond manneskja. Ég spurði einungis um ákvörðun dómsmálaráðherra og hvort hæstv. ráðherra heilbrigðismála og formaður Bjartrar framtíðar sé sáttur og ánægður við þá ákvörðun. Ég vil bæta við spurningu í seinna andsvari: Er formaður Bjartrar framtíðar og hæstv. heilbrigðismálaráðherra sáttur við þau rök sem hæstv. dómsmálaráðherra hefur komið fram hér í þessu máli? Getur hann hugsað sér að bera þá sátt og ánægju (Forseti hringir.) á borð fyrir almenning um það að þessi rök og þessi (Forseti hringir.) embættisfærsla standist fyllilega stjórnsýslulegan rétt?