146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[15:51]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Rósu Björk Brynjólfsdóttur fyrir sköruglega ræðu þó að ég sé kannski ekki sérlega að þakka henni fyrir ýmis skeyti sem hún sendi mér, en ég ætla nú ekki að gera það að umtalsefni.

Mig langar til þess að spyrja hv. þingmann einfaldrar spurningar: Væri staðan sú að listi dómnefndar væri hér til umfjöllunar eins og hann kemur fyrir frá dómnefndinni en ekki listi ráðherrans, hefðu Vinstri grænir samþykkt þann lista athugasemdalaust og ekki gert neinar athugasemdir við kynjahlutföll á þeim lista?