146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[15:52]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Jón Steindór Valdimarsson spyr hvort Vinstri grænir hefðu samþykkt lista umsækjenda við nýtt dómstig ef ráðherra dómsmála hefði ekki gert neinar athugasemdir við þann lista. Ef sá listi nafna væri nægilega vel rökstuddur, eins og fram kemur hjá dómnefndinni, efast ég ekki um að hann væri okkur meira þóknanlegur en geðþóttaákvarðanir dómsmálaráðherra.

Varðandi kynjasjónarmiðin, vegna þess að ég og hv. þingmaður deilum þeim sjónarmiðum að vilja kynjasjónarmiðin sem mest og sem víðast í okkar samfélagi, þá get ég ekki séð að kynjasjónarmiðum sé fullnægt þegar karl í 30. sæti er togaður upp fyrir margar konur sem eru hærra á listanum að mati dómnefndar.