146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[15:56]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur fyrir andsvarið. Í þessu tilviki eru kynjasjónarmiðin gervirök til að fela pólitískar tilfærslur. Kynjasjónarmiðin voru ekki nefnd í bréfi ráðherra með fyrsta rökstuðningnum, þau voru ekki nefnd. Þau eru eftiráskýringar til þess að friðþægja ákveðnar raddir í samfélaginu.