146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[15:58]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinna andsvarið. Eins og minntist á í fyrra andsvari mínu eru kynjasjónarmiðin eftirárök. Veit þingmaður af því hvenær kynjasjónarmiðin komu fram? (ÁslS: Þau þurfa ekki að koma.) Þau þurfa ekki að koma. Það er nefnilega það.

Þetta dæmir sig sjálft þegar karli í 30. sæti er lyft uppfyrir margar konur ofar á listanum, margar konur ofar á listanum. Ég velti því líka fyrir mér hvort hv. þingmaður og formaður allsherjar- og menntamálanefndar sé sátt við þá ákvörðun dómsmálaráðherra að meta umsækjanda í 7. sæti ekki nógu hæfan til þess að henda honum út af lista dómnefndar og hífa upp þann sem er í 30. sæti. Ég veit ekki hvort hv. þingmaður hefur áhuga á því sem ég er að spyrja hana um, en vonandi kemur hún hingað upp og segir mér frá því hvað henni finnst um það.