146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[16:12]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Enn þakka ég hv. þingmanni. Ég var að reyna að benda á það að aðspurður sagði dómsmálaráðherra að jafnréttislög giltu á þessu sviði sem öðrum. Það fannst mér mjög mikilvægt svar. Það var það svar sem ég var að reyna að fá fram hjá hæstv. ráðherra. Hún svarar því auðvitað hvort hún horfi eitthvað sérstaklega á það og sem betur fer voru hæfar konur til jafns við karlana sem geta gegnt þessari stöðu. Það er kjarni málsins.