146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[16:13]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að setja fram vanda í þessum andsvörum sem ég tel kristalla umræðuna að hluta. Væri ég ráðherra og m.a. sakaður um pólitískt geðþóttaval í embættisveitingu, hefði ég leitað einhvers konar samherja, þá myndi ég íhuga viðbrögðin mjög vel. Hvað gerir sá sem verður fyrir slíkum ásökunum? Hvernig myndi ég bregðast við? Ráðherra sem þannig stæði á legði sig auðvitað fram um að sýna óyggjandi fram á að fagleg hlutlæg rök réðu í einu og öllu. Hvers vegna tekur hæstv. dómsmálaráðherra sér ekki nægan tíma til þess arna, hún sem vill betrumbæta ein álit heillar dómnefndar? Ætli hv. þm. Jón Steindór Valdimarsson geti svarað því? Hún hættir því að hefja feril Landsréttar með hjálp meiri hluta Alþingis, hugsanlega, með ásakanir, vantraust á eigin gjörðir yfir sér og harðar deilur á Alþingi um skipan dómara í dóminn. (Forseti hringir.) Sættir hv. þingmaður sig við svoleiðis ástand?