146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[16:15]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja. Ráðherrann svarar auðvitað fyrir sig, ég ætla ekki að svara fyrir hana. Mér sýnist helst að ásakanir um pólitík í þessu máli komi frá hv. þingmönnum hér á þinginu. Ég veit ekki nákvæmlega hvað þeir hafa fyrir sér í því. (Gripið fram í: Hugsaðu um hvað þú sagðir.) Það væri kannski rétt að Ari Trausti upplýsti það hvaða hv. dómaraefni eru pólitískt valin. (Gripið fram í.)