146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[16:16]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka andsvarið. Mér líður ágætlega, þakka þér fyrir. Ég sé ekki annað en ráðherrann hafi staðið vel að þessu máli. Ég er sáttur við það hvernig að því er staðið og ítreka það að ég held að þetta sé mjög góður hópur dómaraefna sem er hér á ferðinni. Ég held að við eigum að styðja við dómstólinn og láta a.m.k. ekki umræðuna um aðferðir og verklag og rökstuðning (Gripið fram í.) hafa áhrif á dóminn.