146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[16:22]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Matsblaðið, mat dómnefndarinnar, er mannanna verk eins og allt annað. Ég hjó t.d. eftir því þegar ég sá þessa „matrixu“ að allir 33 umsækjendurnir fá sömu hæstu einkunn í þremur liðum. Það gildir jafnt um þá sem aldrei hafa samið dóm og þá sem hafa setið við að semja dóma í 30 ár. Það finnst mér mjög sérkennileg niðurstaða, svo ég orði það nú ekki sterkar, þannig að ég vil ítreka það að mat dómnefndarinnar er ekki óskeikult. Ráðherrann verður að hafa svigrúm til þess að færa til.

Maður getur líka velt því fyrir sér af hverju dómnefndin (Forseti hringir.) velur að hafa akkúrat 15. Þýðir það það (Forseti hringir.) að þá er búið að svipta ráðherrann öllu valdi til svigrúms?