146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[16:24]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Fyrirspurnin fór akkúrat í þann farveg sem er afar slæmur. Þarna eru nefndir eða tölugildi fyrir tiltekna umsækjendur, sem svo sem allir vita hverjir eru ef þeir lesa fjölmiðla, og hann fór einfaldlega rangt með, samanburðurinn hjá hv. þingmanni var rangur. Mér þykir það afar leitt.