146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[16:25]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Það mun ég ekki gera. Þetta blasir við öllum sem kynna sér hvaða menn og konur eru á þessum margnefnda lista, hverjir eru í umræddum sætum og hver dómarareynsla þeirra er.