146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[17:34]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við greiðum atkvæði um annaðhvort gamla Ísland eða nýja Ísland. Gamla kerfið eða nýja kerfið. Þetta var fyrsti vísir að plöntu sem var að koma upp úr jarðveginum sem margir hafa þurft að þola eftir hrun út af miklum þrengingu, erfiðleikum og óvissu. Greiðum atkvæði um gamla Ísland eða nýja Ísland. Ég vona að sú einfalda ósk, sú einfalda krafa, að við fáum að setja þetta mikilvæga mál sem snýr hvorki meira né minna en að trúverðugleika á réttarríkinu, að það fái eðlilega málsmeðferð sem lætur öllum líða eins og þeir geti treyst þessu nýja dómstigi. Ábyrgðin er mikil (Forseti hringir.) og ábyrgðin er ykkar, kæru þingmenn.