146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[17:41]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við höfum hér tækifæri til að vísa þessari skipun aftur til ráðherra svo létta megi því myrka skýi sem nú hvílir yfir hlutleysi dómstólanna og raunar réttarríkinu öllu ef því er að skipta.

Kæru hv. þingmenn. Kæru hæstv. ráðherrar. Leyfum réttarríkinu að njóta vafans. Gefum þessu tíma. Greiðum atkvæði með samviskunni.

Ég vil að það verði vel staðið að vali dómara. Ég vil að um það ríki traust. Ég bið ykkur að greiða atkvæði með samviskunni og segja já við þessari frávísunartillögu svo okkur megi gefast betri tími til þess að vinna þetta mál í sátt.