146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[17:49]
Horfa

Guðrún Ágústa Þórdísardóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er ótrúlega sorglegt að sjá, þegar ég sest hérna á þing í fyrsta skipti, að gamla Ísland er enn þá við hestaheilsu. Það fitnar núna eins og púkinn á fjósbitanum í skjóli svokallaðra umbótaflokka, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Það sýnir sig best á því að það sem heitir spilling alls staðar annars staðar er hérna kallað ákvörðunarvald ráðherra til að reyna að breiða yfir ósómann. Það er óboðlegt að sætta sig við þessi vinnubrögð. Við þurfum að vísa þessu aftur til baka. Vísum þessu máli frá. Fáum faglega úttekt, góðan rökstuðning og gerum þetta almennilega. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)