146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[17:53]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Frú forseti. Réttlætinu verður ekki einungis að vera framfylgt, því verður að virðast vera framfylgt. Eins og lávarðurinn og dómarinn breski, Gordon Hewart, lét svo eftirminnilega hafa eftir sér í frægu bresku máli. Um það snýst þetta mál. Réttlætinu verður líka að virðast vera framfylgt. Hlutleysi dómstóla verður að vera yfir allan vafa hafið. Við verðum að geta treyst réttarríkinu okkar. Við hljótum að geta gefið okkur tíma til að vinna þetta mál betur, til að efla traust á dómskerfinu í landinu eins og þessi ríkisstjórn hefur lýst yfir að hún vilji gera. Við hljótum að virða réttarkerfið okkar meira en þetta. Ég segi já.