146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[18:03]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er margt í málsmeðferð málsins; við fáum tvo daga til að gera þetta meðan ráðherra hafði tvær vikur, verið er að ýta þessu fram, hvernig þetta var skipað, það er svo margt sem bendir til og gefur tilefni til að ætla að þetta séu pólitískar skipanir, að tillaga frá ráðherra sé af pólitískum rótum. Nú munum við sjá það í þessari atkvæðagreiðslu, við sáum það áðan, um að varpa málum til dómsmálaráðherra, því var hafnað, hafnað af meiri hlutanum, algerlega þvert eftir stjórnarliðum. Allir sjá að það er að sjálfsögðu pólitík þar. Stjórnarliðar hafa ekki fengið tækifæri til að kynna sér þetta mál nógu vel til að taka upplýsta ákvörðun um það, það er alveg ljóst. Og nú munu stjórnarliðar án efa samþykkja tillögur ráðherra og allir landsmenn sjá og allir hérna inni sjá það líka að það er pólitísk ákvörðun. Það grefur undan réttmætu trausti á dómskerfinu.