146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[18:24]
Horfa

Hildur Sverrisdóttir (S):

Frú forseti. Í þessari vissulega sögulegu skipun sjö kvenna og átta karla í nýtt dómstig er mikilvægt að veitingarvaldið er hjá ráðherra. Alþingi er hér í eftirlitshlutverki gagnvart því að ráðherra hafi í störfum sínum sinnt öllum lagalegum kröfum sem til hennar eru gerðar í mati og rökstuðningi þar um. Ráðherra hefur gagnvart stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins gert grein fyrir því mati sínu og rökstuðningi, bæði almennt og sértækt. Ég byggi mína afstöðu á þeim rökstuðningi ráðherra. Ég tel hann fullnægjandi. Ég segi já.