146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[18:28]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Frú forseti. Minni hlutinn á Alþingi lagði fram málefnaleg rök fyrir því að málatilbúnaður hefði þurft að vera vandaðri og málsmeðferð þingsins hefði þurft lengri tíma. Þessi rök voru studd af þeim sérfræðingum sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kallaði sér til aðstoðar til að meta þennan málatilbúnað. En á rök minni hlutans og sérfræðinganna kaus meiri hlutinn að hlusta ekki. Ég tel, frú forseti, að Alþingi eigi að stjórnast af vitsmunum en ekki aflsmunum. Það er ekki mín tilfinning að Alþingi hafi stjórnast af vitsmunum hér í dag. Þess vegna segi ég nei við þessari tillögu.