146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[18:29]
Horfa

Lilja Alfreðsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Þetta mál er hreinlega ekki tilbúið. Mér er það algerlega til efs að meiri hluti þeirra þingmanna sem eru hér að greiða atkvæði hafi getað kynnt sér þetta mál nægilega vel. Þess vegna er minni hlutinn að leggja til að við förum ekki strax í sumarfrí, við höfum nægan tíma. Ég skil hreinlega ekki af hverju stjórnarmeirihlutinn er ekki tilbúinn til að gera það. Að setja þetta í þennan kynjabúning: Ég held að allir hér inni séu mjög sáttir við að listinn sé svona skipaður. Ég skil bara ekki að menn séu ekki tilbúnir til að gefa þessu meiri tíma. Þess vegna get ég ekki greitt atkvæði með þessu máli og greiði því ekki atkvæði.