147. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[10:48]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa spurningu. Þannig er að framlög til framhaldsskólanna hækka um um það bil 500 milljónir frá fjárlögum yfirstandandi árs. Framlög á hvern nemanda eru einnig að hækka. Ég tel því að farið hafi verið eftir þessum tilmælum fjárlaganefndar.