147. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[11:01]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef svarað þessari spurningu býsna oft áður. Það er ágætt að svara henni því í spurningunni kristallast mismunandi viðhorf til útgjalda. Annars vegar að setja nemandann í forgrunn, það sé nemandinn sem skipti máli og útgjöld á nemanda sem skipti máli og að þau séu styrkt. Hins vegar að það sé eitthvert kerfi sem eigi að viðhalda burt séð frá því hversu mörg ár eru í framhaldsskólanum, burt séð frá því hvernig því er hagað. Ég er fulltrúi nemendanna. Ég vil að við setjum þá í forgrunn. Einhverjir aðrir kunna að hugsa um kerfið. En það er bara ekki það sem skiptir máli. Við eigum að hugsa um nemendurna, hugsa um sjúklingana, hugsa um hina almennu borgara. Það er þeirra hagur sem við eigum að hugsa um. Ekki hag kerfisins.