147. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[11:03]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Svarið er já. Við eigum að sýna mikinn metnað í menntamálum. Menntun, menntun, menntun er framtíðin. Hún er það sem skiptir máli. Þannig talaði Tony Blair á sínum tíma og þannig talar formaður Samfylkingarinnar hér í ræðustól. Ég get tekið undir þau orð. Það skiptir þá miklu máli hvern við erum að mennta. Við erum ekki að mennta eitthvert húsnæði eða stofnanir. Við erum að mennta einstaklinga. Það er staðreynd að útgjöld, framlög á hvern nemanda, hvern einstakling, hvort sem við horfum á háskólanám eða framhaldsskólanám, aukast með þessu fjárlagafrumvarpi. Ég er ánægður með það. Það er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar, í samræmi við þá stefnu að menntun er framtíðin.