147. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[14:35]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég er alveg sammála hv. þingmanni um samgönguáætlunina. Við verðum að taka aðeins skilvirkar á henni og ræða hana með beinum afskiptum í tengslum við fjármögnun. Þegar við búum til samgönguáætlun eigum við að fjármagna hana á sama tíma og taka þá umræðu ásamt fjármálaáætlun, væntanlega. Ég kallaði eftir því í vor að það væri örugglega gáfulegur vettvangur til þess að fjalla á sama tíma um þessa þætti. Við drögum í raun samgönguáætlun inn í fjármálaáætlunina. Við þurfum að hafa þetta dálítið heildstætt þannig að ekki komi upp sú staða við nýjar kosningar að samgönguáætlun sé ófjármögnuð og allir lendi í volli.

Ég er glaður að heyra um sameiginlegan skilning á stöðugleikanum. Ég er líka á þeim nótum. Það er gott að afmarka það. Þetta er ekki stöðnun, að sjálfsögðu ekki, og á við erum á réttum stöðum. Ég held að við höfum svipaðan skilning á þessu hugtaki með tilliti til laga um opinber fjármál.