147. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[15:40]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta andsvar. Á móti spyr ég hvort hv. þingmanni þyki það eðlilegt að hið opinbera tryggi einkarekstur úti í bæ með auknum framlögum til sérfræðilækna. Hvort það væri ekki siðferðislega réttara að hið opinbera tryggði þá sérfræðiþjónustu innan opinberrar sjúkrahúsþjónustu í staðinn fyrir að efla það sjálft, ríkið sjálft, einkarekstur úti í bæ. Það tel ég og hef alltaf talið vera óeðlilegt í staðinn fyrir að efla þá þjónustu sem í boði er fyrir alla borgara þessa lands.