147. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[16:20]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka svarið. Þetta var nokkuð skýrt. Ég hlakka til að fara í þessa vinnu í efnahags- og viðskiptanefnd, hreinlega vegna þess að ég held að það sé orðið tímabært að hætta að mata þennan veldisvöxt sem við erum alltaf að mata. Lengi hefur verið tilhneiging til að reyna að verðlagsbæta og moka ofan á. Ég er líka á þeirri skoðun að bæta þurfi töluvert í uppbyggingu kerfanna, bæði í innviðum en líka heilbrigðiskerfisins og þar fram eftir götunum. En ég er sammála hv. þingmanni um að við erum komin í þann leik að elta halann á okkur. Við þurfum svolítið að fara að slá af í þessu. Þessir 44 milljarðar, þessi skuldalækkunarárátta, er eiginlega bara komin út í vitleysu.