147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

dagskrártillaga.

[13:30]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Forseta hefur borist dagskrártillaga, svohljóðandi:

„Við undirrituð gerum það að tillögu okkar, í samræmi við 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga, að dagskrá næsta fundar verði svohljóðandi:

1. Almenn hegningarlög (uppreist æru) – frv., 111. mál, flm. Bjarni Benediktsson o.fl., 1. umr.

2. Kosningar til Alþingis – frv., 112. mál, flm. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, 1. umr.

3. Útlendingalög – frv., 113. mál, flm. Katrín Jakobsdóttir o.fl., 1. umr.

4. Stjórnarskipunarlög – frv., 107. mál, flm. Birgitta Jónsdóttir o.fl.

Við óskum eftir því að þessi tillaga verði borin upp til afgreiðslu í samræmi við áðurnefnda grein þingskapa.“

Undir þetta bréf rita hv. þingmenn Ásta Guðrún Helgadóttir, Björn Leví Gunnarsson, Eva Pandora Baldursdóttir, Halldóra Mogensen, Smári McCarthy, Logi Einarsson, Guðjón S. Brjánsson, Birgitta Jónsdóttir, Einar Brynjólfsson, Gunnar Hrafn Jónsson, Jón Þór Ólafsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir.

Fer nú fram atkvæðagreiðsla um tillöguna.