147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

dagskrártillaga.

[13:41]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér er um viðamikið og stórt mál að ræða sem við Framsóknarmenn teljum ekki hægt að afgreiða á hlaupum eða með hraði. Þess vegna erum við á móti þessari dagskrártillögu. Við erum aðilar að þinglokasamningi sem við ætlum að standa við. En að sjálfsögðu erum við tilbúin til áframhaldandi viðtals og samvinnu um að breyta stjórnarskránni, en við þurfum að vanda vel til verka og vinna það vel.