147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

dagskrártillaga.

[13:41]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Á fjölmörgum fundum formanna flokkanna var tekist á um hvaða málum ætti að ljúka. Það var ekki allt með þeim hætti sem við hefðum helst kosið í Viðreisn. Þar voru mál eins og stjórnarskrármálið eitt þeirra sem við vorum opin fyrir að ræða. Ég var persónulega aðili að þessu samkomulagi. Við vildum teygja okkur til sátta við aðra þingflokka. Í þessu máli munu sumir þingmenn Viðreisnar sitja hjá.