147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

dagskrártillaga.

[13:45]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við höfum hér sögulegt tækifæri til að veita þjóðinni fullveldi og ákvörðunarrétt gagnvart þeim leikreglum sem þingmenn og ráðherrar verða að fara eftir í störfum sínum í þjónustu þjóðarinnar, sjálfum samfélagssáttmálanum.

Hér gefst öllum hv. þingmönnum sögulegt tækifæri til að fylgja samvisku sinni og velja rétt þjóðarinnar til að setja okkur reglur. Ég hvet alla þingmenn til að láta ekki undan tuddaskap og hótunum hæstv. sitjandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar, heldur standa með þjóðinni núna. Ef ekki við, þá hverjir? Ef ekki núna, þá hvenær?

Ábyrgðin er ykkar, hv. þingmenn, samviskan er ykkar og tíminn til að fylgja henni er núna.