147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

dagskrártillaga.

[13:46]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í 48. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og frumvarpi stjórnlagaráðs segir:

„Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.“

Við þetta mætti kannski bæta: „Ekki heldur við neinar reglur frá flokkum sínum.“

Hérna störfum við eftir sannfæringu okkar, eftir samvisku okkar. Hættið að fela ykkur á bak við einhvers konar baktjaldamakk í lokuðum formannaherbergjum. Þið, hvert eitt og einasta hérna, þingmenn, eruð með aðgang að þessum atkvæðatakka við hliðina á ykkur. Þið getið sagt ykkar skoðun á þessu máli. Hafið þið virkilega samvisku til þess að segja við þjóðina: Nei, þið megið ekki greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingar, bara við? Eru það í alvörunni skilaboðin sem þið viljið senda út?