147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

dagskrártillaga.

[14:10]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Frú forseti. Nú virðist útséð um að meiri hluti þessa þings treysti íslensku þjóðinni fyrir að koma að gerð samfélagssáttmála síns, koma að framtíðinni okkar í sátt milli þings og þjóðar. Ég upplifi endurminningu, déjà vu, frá því í vor þegar meiri hluti þessa þings greiddi atkvæði með ólögmætum embættisgjörðum þáverandi dómsmálaráðherra, með biturt bragð í munni, þvert á eigin sannfæringu. Þá voru það mín stærstu vonbrigði í þessu starfi. Hjarta mínu svíður núna því að vonbrigðin hafa aldrei verið stærri.