147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

dagskrártillaga.

[14:13]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Ástæðan fyrir því að við lögðum til að þetta mál yrði síðast á dagskrá var einmitt sú að standa ekki í vegi fyrir þeim mikilvægu málum sem þó eru einungis kattarþvottur því að það eru ekki varanlegar breytingar sem við ætlum að gera hér, t.d. lögin um uppreist æru. Það er bara helmingurinn. Restin hvílir á því að hægt sé að breyta stjórnarskránni, það eru fyrstu lögin sem þarf að breyta. Ef við myndum taka þessa tillögu inn í nefnd og breyta síðan yfir í tillögu Katrínar Jakobsdóttur erum við komin með mál sem yfirgnæfandi meiri hluti þingmanna er sammála um og Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á sínum tíma, þó með hærri þátttökuþröskuldi. (Gripið fram í.) Það er nú allt meirihlutaofbeldið sem verið er að tala um. Ef vilji væri til að taka þetta mál sem verið hefur margrætt í þinginu myndum við taka það fyrir. Það er bara ekki vilji til þess. Það er svo einfalt.