147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

útlendingar.

113. mál
[16:39]
Horfa

Flm. (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Nú erum við sem flytjum þetta mál ekki í allsherjar- og menntamálanefnd. Hv. allsherjar- og menntamálanefnd getur farið yfir þetta kostnaðarmat við umfjöllun um málið. Við sem flytjum þetta mál eru formenn og fulltrúar sex stjórnmálaflokka á Alþingi. Málið tekur auðvitað til þeirra sem eru þegar staddir í landinu. Ég tel að þetta kostnaðarmat sem hefur verið sent okkur ekki standast miðað við það sem við vitum um umfang þeirra eða fjölda þeirra sem eru í landinu. Ég tel eðlilegt að nefndin fari yfir það. Í ljósi þess að þetta er tímabundið ákvæði sem á við um fjölda sem við þekkjum, fjölda sem við vitum hver er í landinu nú þegar, þá tel ég ekki að þetta kostnaðarmat standist skoðun miðað við þetta frumvarp.