147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

útlendingar.

113. mál
[17:15]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Að sjálfsögðu er ég sömu skoðunar og ég var þegar ég flutti hér ræðu eftir stefnuræðu forsætisráðherra fyrir nokkrum dögum. Ég tel alveg einboðið að næstu misserin verði starfandi þverpólitísk nefnd með fulltrúum allra flokka sem sitja á Alþingi, sem munu sitja á Alþingi næstu misserin. Nefnd sem falið verður að fjalla um þessi mál heildstætt. Ég tel það einboðið. Mjög nauðsynlegt. Og fái ég tækifæri til þess mun ég að sjálfsögðu fylgja því eftir.

Hvað framgang þessa máls varðar má öllum vera ljóst, sem hafa hlustað á ræðu mína að ég mun ekki styðja það. Það hefur ekkert með samkomulag um þinglok að gera. Afstaða mín er alveg skýr í þessu máli.