147. löggjafarþing — 7. fundur,  26. sept. 2017.

útlendingar.

113. mál
[23:51]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við þingmaðurinn erum sammála um þetta mál. Ég ætla að fá að nota seinni hlutann af andsvari mínu til þess að koma á framfæri endurtekinni ósk sem ég hef áður borið fram, um mikilvægi þess að hið opinbera, ríkið og þær stofnanir sem sinna þessu verkefni, fái aðstoð úr samfélaginu við vinnu sína. Það eru aðeins þrjú sveitarfélög í landinu sem axla raunverulega sína byrði þegar kemur að því að aðstoða hælisleitendur, það eru Reykjavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær sem bera meginþungann af þeirri byrði. Ég vildi svo gjarnan sjá fleiri sveitarfélög stíga fram, eins og fleiri sveitarfélög hafa gert, og bjóða til sín kvótaflóttamönnum.

Ég vil líka fá að nota tækifærið hér og óska eftir fósturforeldrum fyrir fylgdarlaus börn. Það vantar fósturforeldra. Það vantar almennt fósturforeldra, líka fyrir íslensk börn og verðandi íslensk börn sem eru fylgdarlaus.

Saman getum við gert þetta og saman getum við gert þetta vel.