147. löggjafarþing — 7. fundur,  27. sept. 2017.

útlendingar.

113. mál
[00:03]
Horfa

Frsm. minni hluta allsh.- og menntmn. (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það sem stendur í álitinu er bara veruleikinn sem blasir við þeim sem starfa að þessum málaflokki. Það sem ég held að fyrst og fremst þurfi að skoða er að þessi lagabreyting tekur til einstaka aðila og er sérsniðin að einstökum börnum hér á landi en ekki þeim sem koma hér á morgun. (Gripið fram í: 80 börn.) Þetta eru 80 börn, það er rétt. (Gripið fram í.)Ég held að það sé betra að hafa hér skýra löggjöf en ekki tilfallandi löggjöf sem kemur upp út af einhverjum málum og er sérsniðin að þessum börnum, frekar ættum við að taka langtímaákvarðanir og vel ígrundaðar ákvarðanir um það hvernig við ætlum að breyta útlendingalögum til hins betra og hvernig við ætlum …(Gripið fram í.)Ég er að svara þér, hv. þingmaður (Gripið fram í: Nei.) Þetta er ástæðan fyrir því að þessi setning í álitinu sem hv. þingmaður spyr út í (Forseti hringir.) er þarna inni af því að þessi lagabreyting er svona takmörkuð en ekki vel ígrunduð (Forseti hringir.) og gildir ekki einnig fyrir þau börn sem síðar koma eða börnin sem voru send út síðustu fjórar vikurnar.