147. löggjafarþing — 7. fundur,  27. sept. 2017.

útlendingar.

113. mál
[00:09]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Nichole Leigh Mosty) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er sammála hv. þingmanni að við eigum ekki að vera að skipuleggja lög í kringum einstök börn. En er það ekki satt að fyrir lágu drög að frumvarpi sem hefði náð utan um fleiri, sem hefði gætt að jafnræði sem ég heyri að hv. þingmaður ræðir um hér. Ég vil spyrja: Af hverju er þessi breyting svona takmörkuð? Af hverju er hópur sem við erum að ræða mjög svo takmarkaður? Er hv. þingmaður til í að deila með okkur hvar þessi breytingartillaga byrjaði, hvar hún endaði og hverjir tóku afstöðu til þeirrar stöðu sem við erum í nú þar sem við erum á mjög takmarkaðan hátt að gæta að börnum?