147. löggjafarþing — 7. fundur,  27. sept. 2017.

útlendingar.

113. mál
[00:14]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Börnin sem koma á eftir njóta nákvæmlega þeirra réttinda sem þau hafa fyrir setningu þessara laga. Við tökum einhverja og hjálpum þeim en það bitnar ekkert á hinum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Það er eiginlega nöturleg sýn á mannslíf að tala með þessum hætti. Ef hv. þingmaður meinar eitthvað með þessu þá lagar hún löggjöfina þannig að börn sem koma á eftir njóti þess líka. En það að einhver fái eitthvað bitnar ekki endilega á hinum. Það er nefnilega ekki alltaf þannig að ógæfa eins sé á kostnað annars sem er í vondri stöðu. Það er nefnilega líka hægt að taka af þeim sem eiga peninga og bæta þeim inn í kerfið.