147. löggjafarþing — 7. fundur,  27. sept. 2017.

útlendingar.

113. mál
[00:15]
Horfa

Frsm. minni hluta allsh.- og menntmn. (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég frábið mér að vera stillt hér upp gegn ákveðnum mannslífum, eins og hv. þingmaður orðar það. Ég er svo sannarlega til í að vinna með þér að því að bæta þessa löggjöf efnislega til frambúðar og sérstaklega þá annmarka sem þið sjáið á henni sem þið teljið að stjórnsýslan fylgi ekki í dag. (Gripið fram í.) Ég mun með glöðu geði vinna með þér að þeim breytingum í þverpólitískri sátt eins og útlendingalögin voru unnin svo afskaplega vel. Þau byggjast á góðum og gildum markmiðum, sérstaklega varðandi vernd barna. Við þurfum greinilega að skoða saman hverju við ættum að breyta efnislega í þeim. Mér finnst eðlilegt að það gildi um öll börn.