148. löggjafarþing — þingsetningarfundur

kosning kjörbréfanefndar.

[14:29]
Horfa

Aldursforseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. þingskapalaga skal nú kjósa níu þingmenn í nefnd til þess að prófa kjörbréf og kosningu nýkjörinna þingmanna og varaþingmanna.

Borist hefur listi sem á eru nöfnin Birgir Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Björn Leví Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Karl Gauti Hjaltason, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þórunn Egilsdóttir.

Þar sem ekki eru fleiri tilnefndir en kjósa skal lýsi ég áðurnefnda alþingismenn réttkjörna í kjörbréfanefnd.

Kjörbréfanefnd fer til starfa eftir 15 mínútur í fundarherbergi forsætisnefndar. Þessum þingfundi verður brátt frestað og vil ég biðja þingmenn og gesti að þiggja veitingar í tilefni dagsins í Skála Alþingis. Ég bið hæstv. forsætisráðherra að ganga fremstan með mér til Skála.