148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

lengd þingfundar.

[10:33]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill láta þess getið að samkomulag er um það milli forseta og þingflokksformanna að þingfundur geti staðið lengur í dag en til kl. 20 ef þörf krefur.

Þá er samkomulag um fyrirkomulag fjárlagaumræðunnar, samanber 3. mgr. 67. gr. þingskapa, að almenn umræða verði með tilteknum hætti í framhaldi af framsöguræðu fjármála- og efnahagsráðherra. Ráðherra hefur allt að 15 mínútur til framsögu í upphafi, því næst hefur einn talsmaður frá hverjum þingflokki tíu mínútur og aðrir þingmenn hafa fimm mínútur hver. Réttur til andsvara verður rýmkaður eftir framsöguræðu fjármálaráðherra þannig að talsmenn frá þeim þingflokkum sem þess óska fá fullan tveggja mínútna andsvarsrétt. Eftir það verður hefðbundinn andsvarsréttur út umræðuna.

Forseti hefur lagt áherslu á það að ráðherrar verði viðstaddir umræðuna og geti brugðist við athugasemdum eða svarað eftir atvikum með andsvörum eða fimm mínútna ræðu.