148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[12:36]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla að byrja á því að segja að ég er ekki ánægð með að öryrkjar þurfi að bíða; ég bið hv. þingmann um að leggja mér ekki orð í munn. Það er ekki fallega gert að gera slíkt. Þó að ég sé ánægð með fyrstu skrefin í frumvarpinu þýðir það ekki að að ég sé sérstaklega ánægð með ekki gangi allir hlutir upp núna fyrir þá sem undir eru, hvar sem er í samfélaginu. Það er ómaklegt að segja svo.

Varðandi þær breytingar sem gerðar eru á milli frumvarpa þá getum við ekki talað um „hvað“ og „ef“. Frumvarp Benedikts Jóhannessonar, sem lagt var fram í haust, var bara frumvarp. Það varð aldrei að lögum. Við vitum ekki hvað við, þingið, hefðum gert við það frumvarp. (Gripið fram í.) Ég gagnrýndi það, klárlega, og ég stend alveg við þá gagnrýni. Það breytir því ekki að ég sá það ekki fyrir mér að það frumvarp færi einu sinni í gegn hjá ríkisstjórnarflokkunum. Það kom fram í þingsal á þeim tíma.

Við skulum ekki gleyma því að það voru þingmenn í þáverandi stjórnarmeirihluta sem lýstu sig mjög andvíga því. Við getum ekki talað um eitthvað sem ekki varð. En það þýðir þá, eins og þingmaðurinn benti á, að kannski er hægt að ná í viðbótarpeninga þegar við förum að fjalla um frumvarpið. Hver veit?