148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[14:35]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sá sem hér stendur var skipaður í fjárlaganefnd fyrir um 28 klukkustundum. Það er ekki lengri tími en það. Þetta er flókið fyrirbæri. Þó að ég hafi verið í fjárlaganefnd frá byrjun árs þá er þetta nýtt verkefni með nýjum tölum, nýtt dæmi. Mínar 28 klukkustundir í þessari nefnd núna með þetta frumvarp í fanginu, þennan doðrant, ná bara ekki mikið lengra.

Lög um opinber fjármál eru gríðarlega mikilvægt plagg og eiginlega umsnúningur í hugmyndafræði um hvernig við ætlum að reka þetta land, ríkið. Þar sem hv. þingmaður situr með mér í fjárlaganefnd þekkir hann að hugmyndafræðin í hinum nýju lögum um opinber fjármál er sú að við ætlum að vera meira stefnumarkandi, (Forseti hringir.) við ætlum að vera stefnumótandi (Forseti hringir.) fyrir ríkið.