148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[15:09]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka svörin frá hæstv. heilbrigðisráðherra. Við tölum hér um „litlar upphæðir“. Þess vegna skil ég ekki að það er talað um 600 milljónir til viðbótar bara í reksturinn, að það sé svo mikil þörf á þessu. Hann er að tala um að hann geti ekki ráðið nauðsynlegt starfsfólk á spítalann án þess að hafa þessa peninga. Svo er líka verið að tala um 400 milljónir til viðbótar í tækjakaup. Hvers vegna, þegar verið er að setja þessar upphæðir í frumvarp til fjárlaga, er þetta ekki tekið til greina? Nú leiddi McKinsey-skýrslan í ljós að Landspítalinn væri vel rekinn. Væntanlega veit forstjórinn hvað hann er að tala um. Liggur þá ekki í augum uppi að hann þarf að fá þessa peninga og að þeir hefðu bara átt að vera til staðar frá byrjun?