148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[17:20]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Guðmundi Andra Thorssyni fyrir innlegg hans. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að breytingar verði gerðar á skattlagningu á íslensku ritmáli, tónlist og bókum. Fyrsta skrefið verður að afnema virðisaukaskattinn á bækur. Fjármála- og efnahagsráðuneytið þurfti eilítið lengri tíma til að undirbúa þessa breytingu og við tökum tillit til þess. En það er alveg ljóst að það verður farið í þetta. Það er kveðið skýrt á um það í stjórnarsáttmálanum og ég hlakka til að fara í þessa vinnu því hún skiptir mjög miklu máli. Við vitum að rekstrarumhverfi bókaútgefenda hefur versnað verulega og samdráttur frá 2008 er rúmlega 30% og mér skilst að það sé jafnvel meiri samdráttur þetta árið. Það er þverpólitísk sátt um þetta mál og í þetta verður farið.