148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[17:23]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Guðmundi Andra Thorssyni fyrir spurninguna. Það er afskaplega brýnt að fara í þetta mál. Við leggjum mikla áherslu á það. Það er alveg ljóst, og við sjáum til að mynda þá fjármuni sem við erum að setja í máltækniverkefnið, það að gera íslenskuna gjaldgenga í stafrænum heimi, að það sýnir hug þessarar ríkisstjórnar, hvað hún er tilbúin til að fjárfesta í íslenskri tungu og hvað við ætlum að gera. Ég held að hvað þessar áherslur varðar sé ekkert kerfi sem ræður för.